Það er hægt að halda því fram með góðum rökum að það séu bara tvær árstíðir á Íslandi. Vetur og vor. Bjart eða dimmt. Allavega fór veðrið beint úr vori í vetur nú í vikunni. Esjan, fjallið okkar höfuðborgarbúa, varð hvít. Örfá snjókorn féllu í Reykjavík. Verra fyrir vestan og norðan þar sem bílar sátu fastir á fjallvegum. Já vetur konungur er mættur. En þessi árstími, hvort sem við köllum hann haust eða vetur, bíður upp á ótal tækifæri. Enn er birtan falleg, hitinn rétt yfir eða undir frostmarki og flestir fjallvegir verða færir á morgun eða hinn. Land & Saga tók púlsinn á veðrinu í höfuðstaðnum í vikunni. Kalt, norðan rok, en falleg birta, eins og er oftast á þessum árstíma. Eins og alltaf þegar vorið og veturinn hittast. Spáin framundan… ekki góð, vetur konungur er að banka uppá – um allt land.
Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 10/10/2023 – A7R IV : FE 1.8/135mm GM