Esjan orðin hvít, fremst Bryggjuhverfið, síðan Grafarvogur, og að lokum vetur konungur

Mættur, vetur konungur

Það er hægt að halda því fram með góðum rökum að það séu bara tvær árstíðir á Íslandi. Vetur og vor. Bjart eða dimmt. Allavega fór veðrið beint úr vori í vetur nú í vikunni. Esjan, fjallið okkar höfuðborgarbúa, varð hvít. Örfá snjókorn féllu í Reykjavík. Verra fyrir vestan og norðan þar sem bílar sátu fastir á fjallvegum. Já vetur konungur er mættur. En þessi árstími, hvort sem við köllum hann haust eða vetur, bíður upp á ótal tækifæri. Enn er birtan falleg, hitinn rétt yfir eða undir frostmarki og flestir fjallvegir verða færir á morgun eða hinn. Land & Saga tók púlsinn á veðrinu í höfuðstaðnum í vikunni. Kalt, norðan rok, en falleg birta, eins og er oftast á þessum árstíma. Eins og alltaf þegar vorið og veturinn hittast. Spáin framundan… ekki góð, vetur konungur er að banka uppá – um allt land.

Hallgrímskirkja, lengst til vinstri, að mæta vetrinum
Viðey frá Laugarnesi klukkan 15:46
Viðey frá Laugarnesi klukkan 15:46, 20 sek síðar. Esjan í Bakgrunni

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 10/10/2023 –  A7R IV : FE 1.8/135mm GM

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0