Náttúrulegt náttúrundur

Austur í Vestur-Skaftafellssýslu, rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur liggur eitt af náttúruundrum Íslands, Fjarðárgljúfur. Talið er að gljúfrið hafi myndast fyrir um 9000 árum vegna jökulsorfs Fjaðrá, en áin er talin hafa verið mun vatnsmeiri á þeim tíma. Gljúfrið er 2 km / 1.2 mi langt og hæst er það um 100 m / 300 ft, góður göngustígur liggur upp með því að austanverðu. Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber kom Fjaðrárgljúfri á heimskortið þegar hann gerði þar tónlistarmyndband árið 2015. Gljúfrið varð svo vinsælt að því var lokað fyrir ferðamönnum um tíma fyrir tveimur árum vegna átroðnings. 

Skaftárhreppur 27/07/2021  20:31 135mm

Myndin : Ferðamenn horfa af útsýnispalli yfir Fjarðárglúfur í síðustu geislum sólarinnar í gærkvöldi

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson