Níu komma sex

Það er margt mjög áhugavert sem kemur fram þegar maður les nýjustu könnun Ferðamálaráðs frá 2021 um ferðalaga sem sækja okkur heim. Meðal annars að 20% ferðamanna, eða 400 þúsund einstaklingar sækja flestan sin fróðleik um land og þjóð í tímarit eins og Icelandic Times. Þegar ferðamenn eru spurðir uum heildarupplifanir af ferðinni, eru Bandaríkjamenn og Bretar, tvær fjölmennustu þjóðirnar sem heimsækja okkur, sem gefa íslandsferðinni hæstu einkunn, Bandaríkjamenn 9,6 af 10 mögulegum, sem hlýtur að vera harla gott. Bretar gefa ferðinni, einkunina 9,5. Hollendingar eru einir af topp tíu þjóðunum sem koma hingað, gefa heimsókninni lægri einkun en níu. Það sem ferðamönnum þótti var verst við heimsóknina var ekki veðrið, eða verðlagið, heldur… vegakerfið, það er eitt af því fáa sem ferðamönnunum finnst ekki gott, mætti bæta. Þrátt fyrir annmarka á vegakerfinu ætla átta af hverjum tíu að sækja landið heim aftur. Enda er Icelandic Times  alltaf að benda á nýja staði, nýtt þorp, nýjan fjörð, eða það sem vert er að sjá í menningu og listum í landinu…. Velkomin til Íslands. Aftur.

Hér er smá sýnishorn af Íslandi.

Hver, Hrafntinnuskeri

Veiðimaður við fossinn Hjálp í Þjórsárdal

Lundar Ingólfshöfða

Refur í friðlandi á Hornströndum

Miðnætursól í norðri við Eyjafjörð, Hrísey á miðri mynd

Grenjaðarstaður í Aðaldal, einn af fallegustu torfbæjum landsins

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 31/05/2023 : A7R IV, RX1R II : FE 1.2/50mm, 2.0/35mmz, FE 2.8/100mm GM, FE 1.4/24mm GM, FE 1.4/24mm GM