• Íslenska

Ný tegund árskorta í Listasafni Reykjavíkur
Þrjár tegundir af árskortum eru nú til sölu í Listasafni Reykjavíkur. Auk hefðbundins árskorts sem gildir fyrir einn, hafa verið sett í sölu árskort fyrir ungt fólk á aldrinum 18-28 ára og árskort fyrir einn ásamt gesti.

Árskort sem gildir fyrir einn kostar 4400 kr.
Árskort sem gildir fyrir ungt fólk kostar 3900 kr.
Árskort sem gildir fyrir 1+gest kostar 6500 kr.

Innifalið í öllum árskortunum er 10% afsláttur af bókum og öðrum spennandi vörum í safnbúðum Listasafns Reykjavíkur.