Horft norður hið nýja Brúarstræti

Nýgamall miðbær Selfoss

Það voru margir á ferli að skoða hin nýja miðbæ Selfoss, sem opnaði formlega fyrir fáeinum dögum, þegar Icelandic Times leit þar við í gær. Fyrsta áfanganum er lokið, Brúargatan og endurbygging á Mjólkurbúi Flóamanna, sem Guðjón Samúelsson teiknaði og var byggt árið 1929, en var síðar jafnað við jörðu. Nú er þessi fallega bygging upprisin. Þar er nú til húsa glæsileg mathöll með átta veitingastöðum. Hin húsin sem byggð hafa verið, eru í raun endurbyggð hús sem einhvertíman stóðu á Íslandi en annaðhvort brunnu eða voru rifin. Áætlað er að verkinu ljúki eftir þrjú ár, og er heildarkostnaður áætlaður 11 milljarðar króna. 

Selfoss 26/07/2021  12:31 24mm
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson