Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á sýninguna prik/ strik/ með nýjum verkum eftir myndlistarkonuna Kristínu Rúnarsdóttur í Núllinu.

Opnun sýningarinnar er föstudaginn 13. nóvember frá kl. 17:00 – 19:00 að Bankastræti 0, 101 Reykjavík.
 
Fyrir sýningu sína í Núllinu hefur Kristín unnið innsetningu sem teygir sig frá gólfi, um veggi – upp í loft. Í verkum sínum hefur Kristín þróað ákveðið myndmál sem á uppruna sinn í almannarými og á afmörkuðum svæðum, eins og flugvöllum, akbrautum og bílastæðum; þar sem línu- og litamerkingar eru notaðar til að skilgreina ýmis konar kerfi og regluverk. Kristín spilar saman þessum línulaga stofnanamerkingum við tákn fengin úr heimi íþrótta og leikja.

Þessu myndmáli er svo gefið nýtt hlutverk þegar það er fært inn í samhengi sýningastaðarins. Teikningar sem gerðar eru í vinnustofunni eru yfirfærðar í rýmið og eru hér aðlagaðar að aðstæðum jarðhússins, hlutföllum þess og einkennum.

nylistaNúllið er opið fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 – 18. Sýningin stendur til sunnudagsins 6. desember.

nylistasafnid15Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við;
Kristínu Rúnarsdóttur, listamann – 8672090
Þorgerði Ólafsdóttur, formann – 6916552, [email protected]
Eddu Kristínu, framkvæmdarstjóra – 551-4350, [email protected]

Kristín Rúnarsdóttir (f. 1984) lauk meistaranámi í myndlist frá Kunsthøgskolen i Bergen árið 2013 og útskrifaðist með BA gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2009. Af nýlegum verkefnum má nefna einkasýninguna ‘Leikfléttur’ í Listasafni Reykjanesbæjar, dvöl í gestavinnustofu hjá Arts Letters & Numbers í New York, útgáfu bókarinnar ‘Words Don’t Come Easy’ með FUMF og þátttöku í alþjóðlega samstarfsverkefninu ‘Frontiers of Solitude’.

Heimasíða listamannsins – https://www.kristinrunarsdottir.com/