Reykjanes – Brú á milli tveggja heimsálfa

 

Margar perlur leynast á Reykjanesi sem tengjast bæði náttúrunni og sögunni. Á Reykjanestánni sést hvar Atlantshafshryggurinn kemur á land og þar er vinsæll áfangastaður, Brúin milli heimsálfa; brú sem hægt er að standa á sem bókstaflega liggur á milli tveggja heimsálfa. Þeir sem þangað koma geta fengið viðurkenningu upp á að þeir hafi staðið á brúnni.

Brœin milli heims‡lfa ‡ ReykjanesiMargar náttúruperlur eru á svæðinu sem má virða fyrir sér á þeim fjölmörgu gönguleiðum sem þar eru. 25 helstu gönguleiðirnar eru um 390 kílómetrar í allt og eru þær allar merktar. Alla miðvikudaga í sumar bíðst fólki að fara í skipulagðar gönguferðir um svæðið með leiðsögumanni og eru ferðirnar miserfiðar. Sumar leiðir liggja í gegnum hraunið á Reykjanesi, um gamlar þjóðleiðir, en einnig er gengið upp á fjöll eins og Keili og Þorbjörn. Þá er fjöldi hella á svæðinu en ekki þykir ráðlagt að fara í þá nema með réttan búnað og með leiðsögumanni.

Víkingar í New YorkSkessan, skipin og víkingarnir

Reykjanesbær býður upp á skemmtilegar sýningar og fjölbreytta þjónustu. Þar best hæst – í bókstaflegri merkingu – skessa nokkur sem börn á öllum aldri hafa gaman af. Skessan býr í helli nokkrum við höfnina og má elta fótspor hennar þangað frá hinum ýmsu stöðum í bænum. Börn, sem eru að hætta á snuði, skilja það gjarnan eftir á tré sem er hjá sofandi skessunni.

Frá Bátasafni Gríms Karlssonar í Duus húsumDuus-hús er þarna rétt hjá þar sem til sýnis eru rúmlega 120 handsmíðaðar eftirlíkingar af skipum og bátum. Í húsinu eru jafnframt settar upp hinar ýmsu sýningar og í sumar var sett upp sýning á olíumálverkum sem hafa verið máluð af Reykjanesi á löngu tímabili. Þar er sjórinn og hraunið í aðalhlutverki. Í húsinu er einnig sýningin Er pabbi fór á sjóinn sem sýnir lífið í landi hjá sjómannafjölskyldunum á meðan mennirnir fóru á sjóinn.

vikingaheimar1Svo má ekki gleyma Víkingaheimum þar sem lögð er áhersla á nýstárlegan hátt um þátt Íslands í landafundum Norður-Ameríku. Víkingaskipið Íslendingur er þar til sýnis en siglt var á því til Ameríku fyrir rúmum áratug. Í byggingunni er einnig sýning sem bandaríska Smithsonian stofnunin gaf til Víkingaheima en hún sýnir sögu og lifnaðarhætti víkinga við Norður-Atlantshafið fyrir um þúsund árum.

Orkuverið jörð er að finna á Reykjanesi en þar er sýning þar sem lögð er áhersla á orkuna á Íslandi og tæknileg atriði hafa verið sett upp á einfaldan hátt til að sýna t.d. hvernig orkan virkar.

Charcot-cat
Jean-Baptiste Charcot

Pourquoi-pas

Sandgerði hefur ýmislegt upp á að bjóða. Í Þekkingarsetrinu er unnið að hvers konar rannsóknum er tengjast sjó og fuglum. Þar er til sýnis safn lífvera og jurta, steina og þar eru líka lifandi dýr í sjóbúrum. Þeir sem heimsækja safnið geta m.a. skoðað í smásjá dýr af hafsbotni og úr tjörnum. Í byggingunni er einnig sýningin Heimskautin heilla þar sem lögð er áhersla á leiðangra könnuðarins Jean-Baptiste Charcot sem ferðaðist á skipinu Pourquoi-pas í tengslum við vísindarannsóknir.

_DSC0101_016Jarðorkan, saltfiskurinn og rithöfundurinn

Auðlinda- og menningarhúsið Kvikan er í Grindavík og þar eru þrjár sýningar. Sýningunni Jarðorka er ætlað að fræða gesti um undirstöðuatriði íslenskrar jarðsögu og jarðfræði og skýra á einfaldan hátt eðli jarðhita, eldvirkni og jarðskjálfta. Saltfisksetur Íslands er í byggingunni og á þeirri sýningu er lögð áhersla á sögu saltfiskverkunar á Íslandi. Þar fléttist inn saga sjómennsku, þróun skipa, veiða og vinnslu frá lokum hefðbundinnar verbúðarmennsku til dagsins í dag. Þá var opnuð í sumar sýning um Guðberg Bergsson rithöfund.

OK2003&2004#19Vitarnir og golfvellirnir

Vitarnir á Reykjanesi hafa verið vinsælir meðal ferðamanna og eru þeir flestir vel aðgengilegir. Fyrsti vitinn á landinu var byggður á Valahnjúk á Reykjanestánni. Gamli vitinn var rifinn þar sem hann var að hruni kominn en annar byggður í staðinn innar í landinu. Þar var á sínum tíma vitavörður með búskap. Hægt er að skoða vitann í fylgd leiðsögumanns. Vinsælt er að heimsækja vitana við Garðskaga í Garði en þar er gott aðgengi að vitunum og jafnframt gott útsýni yfir fjöruna og hafið. Stundum hafa sést þar hvalir frá ströndinni en undanfarin ár hefur verið fylgst með hvölum frá Garðskagavita í tengslum við rannsóknir á þeim frá Þekkingasetrinu í Sandgerði og Háskóla Íslands.

Fjórir golfvellir eru á Reykjanesinu í ævintýralegu umhverfi. Hraunið og sjórinn er í næsta nágrenni við Grindavíkurvöll. Leiran er á milli Reykjanesbæjar og Garðs og þar hafa oft verið haldin Íslandsmót. Svo eru vellir í Sandgerði og í Vogunum.

Trolladyngja og GaenadyngjaJú, ferðamaðurinn ætti að geta fundið ýmislegt við sitt hæfi á Reykjanesi; hitt sofandi skessu, fræðst um jarðfræði, dýr og rithöfund. Skoðað vita og leikið golf. Reykjanesið er mjög aðgengilegt og er hægt að finna eitthvað við allra hæfi. Mikið og fjölbreytt fuglalíf er við ströndina en jafnframt líkt og inn í landi er að finna heillandi hraunmyndanir og skemmtilegt umhverfi sem geymir sögu um líf og störf Suðurnesjamanna í tengslum við hernámið, eldsumbrot, jarðhita og sjóinn.