Rok & rigning

Það er allra veðra von á Íslandi um vetur. Hvað gerir maður sem ferðamaður þegar flestar leiðir út úr höfuðborginni eru lokaðar? Fer auðvitað í göngutúr niður í bæ, skoða söfn og upplifa ekta íslenskt rok og rigningu. Þegar Icelandic Times var á ferð í óveðrinu um miðjan dag í dag, kom það á óvart hve margir voru úti að leika sér í vonda veðrinu, en hitastigið var bærilegt miðað við árstíma 3°C / 37°F. Fleiri voru á ferðinni, sérstaklega út á Granda, en búist var við. Því þar sem vindurinn og rigningin enn sterkari en í miðbænum. En það er ekki alltaf vont veður, og fyrir þá sem hafa áhuga á norðurljósum er nokkuð góð spá næstu daga. Mestar líkur á því að sjá þau eru á norðurhelmingi landsins, því þar verður meira og minna heiðskýrt alla vikuna.

Ferðamenn að skoða Reykjavík og upplifa rokið og rigninguna í dag. 

Ferðamenn að skoða Reykjavík og upplifa rokið og rigninguna í dag. 

Reykjavík 14/02/2022 – 12:47 -14:14 : A7R III : FE 1.4/85mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson