Salka Sól, Snorri Helga, Valdimar o.fl. koma fram á jólatónleikum KEX

kex_flyer_finalland-og-sagaÞegar blóðþrýstingurinn fer yfir heilbrigð mörk og við verðum vansvefta af streitu í jólamánuðinum er nauðsynlegt að hópa sér saman á notalegum stað. Í desember hafa KEX Hostel og Sæmundur í Sparifötunum boðið almenningi valmöguleika á að segja skilið við vanlíðan og njóta aðdraganda jóla í rólegheitunum í desember.

Í boði er m.a. eggjapúns, jólabjór, jólamatseðill Sæmundar í Sparifötunum, möndlur, tólgarkertaljós og síðast en ekki síst jólatónleikar húsbandsins á KEX, The KEXMas Show. Húsbandið skipa þau Andri Ólafsson, Magnús Magnússon, Salka Sól Eyfeld, Snorri Helgason, Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn. Meðlimir húsbandsins hafa getið sér gott orð í hljómsveitum á borð við Moses Hightower, Ylja, Valdimar, Tilbury, AmabAdamA, Snorri Helgason o.s.frv..

Á lagaprógramminu verða sígræn íslensk jólalög í bland við nokkur erlend og má þar nefna „Líða fer að jólum“, „Fyrir jól“, „Little Christmas“ og fleiri góð.
The KEXMas Show verður á KEX Hostel 22. desember kl. 21:00 og er aðgangur ókeypis.