Harbinger býður ykkur velkomin á opnun EASY LIVING einkasýningu Ívars Glóa Gunnarssonar Breiðfjörð í kvöld, 3. janúar á milli 18 og 20 Sýningin stendur til 30. janúar. |
Ívar Glói (f. 1992) hefur stundað nám við Listaháskóla Íslands, Hochshule für Bildende Künste í Hamborg, Konsthögskolan i Malmö og Luca School of Arts í Brussel. Hann er útskrifaður með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2014 og lýkur meistaranámi í myndlist frá Luca School of Arts sumarið 2023. Verk Ívars Glóa fjalla um samhengi innsetningarinnar og hugmyndarinnar um hinn einstaka listhlut á tímum sem markast af sítengingu. Listamaðurinn veitir tilsögn um staðsetningu og gefur sýningargesti til kynna að upplifun hans sé ósvikin, þrátt fyrir algjöra sviðsetningu. Ívar Glói býr og starfar í Brussel. |