Arkibúllan er metnaðarfull arkitektastofa sem tekur að sér alla hönnunarvinnu með árangur að leiðarljósi.
Áhrif náttúru og umhverfis á mótun bygginga hafa verið þungamiðjan í öllu starfi stofunnar. Vinnan við hvert verkefni hefst með leit að vísbendingum á sem flestum stöðum: í landslaginu, mannlífinu og eigin hugarheimi. Vísbendingarnar verða síðan sá aflvaki sem leiðir vinnuna frá fyrstu skissu til fullmótaðs mannvirkis.
Arkibúllan hefur tekið þátt í fjölda samkeppna og unnið til verðlauna. Hún hefur verið tilnefnd til Mies van der Rohe, evrópsku arkitektaverðlaunanna og tvisvar til arkitektaverðlaunanna.