Erla Sólveig Óskarsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1957. Hún lauk prófi frá Verslunarskólanum og fór síðan í Danmarks Design Skole í Kaupmannahöfn og lauk þar prófi í iðnhönnun. Eftir námslok flutti hún aftur til Íslands og hefur rekið eigin hönnunarstofu síðan. Hún hefur átt fjölmörg verk á húsgagnasýningum hér heima og erlendis og fengið verðlaun fyrir.
