Eykt ehf. er alhliða verktakafyrirtæki sem hefur skipað sér í fremstu röð slíkra fyrirtækja á Íslandi. Á 35 ára ferli hefur fyrirtækið öðlast víðtæka reynslu af öllum gerðum verkefna sem spanna allt frá flóknum framkvæmdum í þrengslum miðborgarinar að erfiðisvinnu við óblíðar aðstæður á fjöllum og í straumhörðum fjörðum. Eykt tekur virkan þátt í stærri útboðum en leggjum ekki síður áherslu á eigin þróunarverkefni.
Fyrstu árin var Eykt verktaki og undirverktaki í misstórum verkum. Með árunum fór hlutur eigin verkefna vaxandi og allt frá um 2000 hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á þróun eigin verkefna, þar sem skipulag, hönnun, framkvæmd og eignarhald mynda órofa heild. Fyrsta stórverkefnið af þessu tagi er Höfðatorg í Reykjavík, sem hefur verið í þróun og uppbyggingu frá árinu 2001 og er umfangsmesta verkefni sinnar tegundar á Íslandi. Á Höfðatorgi er nú að rísa síðasta stórbyggingin í klasanum, sem mun hýsa nýjar höfuðstöðvar Ríkisskattstjóra.