Haustið 2021 runnu Framkvæmdasýsla ríkisins og Ríkiseignir saman í eina stofnun, Framkvæmdasýsluna – Ríkiseignir, eða FSRE.
Stofnanirnar höfðu þá starfað samhliða í góðu samstarfi um margra ára skeið. Ríkisieignir höfðu haft eignasafn ríkisins í sinni umsjón, en Framkæmdasýslan sinnt byggingu nýrrar aðstöðu, leigu og endurbótum á húsnæði ríkisstofnana og ráðuneyta.
FSRE hefur umsjón með mótun og rekstri aðstöðu sem nýtist öllum íbúum landsins með einum eða öðrum hætti. Við önnumst fasteignir og jarðir ríkisins, öflum húsnæðis og stýrum framkvæmdum við breytingar, endurbætur og nýbyggingar. Okkar markmið er að þjónusta ríkisins sé veitt við bestu aðstæður.