Gláma•Kím

Teiknistofan Gláma•Kím hefur á að skipa einstaklingum sem hafa færni, kunnáttu og reynslu til að leysa hverskonar hönnunarverkefni. Stofan sinnir fjölbreyttum verkefnum á starfssviði arkitekta og hefur tekið þátt í fjölmörgum samkeppnum og samanburðartillögum. Af verkefnum sem stofan sinnir mætti nefna:

  • Aðalskipulag
  • Deiliskipulag
  • Mannvirkjahönnun
  • Innanhússhönnun
  • Húsgagnahönnun
  • Verkteikningar
  • Verksamningar
  • Áætlanagerð og eftirlit
  • Eignaskiptayfirlýsingar

Teiknistofan hefur aðstöðu í björtu og rúmgóðu eigin húsnæði að Laugavegi 164 í Reykjavík. Teiknistofan hefur yfir að ráða fullkomnum tölvu- og hugbúnaði auk hefðbundins búnaðar.

Gláma•Kím starfrækir gæðakerfi sem samræmist kröfum í ÍST EN ISO 9001:2015. Vottorðið tekur til ráðgjafarþjónustu á sviðum arkitektúrs, skipulags og umhverfishönnunar.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0