Gríma arkitektar

Gríma arkitektar hefur verið starfandi síðan í desember 2015. Stofan var stofnuð á grunni Studio Striks arkitekta sem hóf rekstur árið 2007. 

Eigandi Grímu arkitekta er Sigríður Ólafsdóttir arkitekt, FAÍ sem hefur starfað sem arkitekt frá 1996.

Hjá Grímu arkitektum höfum við það ávallt að leiðarljósi að hver einasti byggingarstaður er sérstakur, þarfir viðskiptavina eru ólíkar og tilgangur hvers verks mismunandi. Öll verkin okkar endurspegla þessi leiðarljós og því eru þau mjög fjölbreytt og um margt ólík. Engu að síður eiga verkin okkar það sameiginlegt að við nálgumst þau af kostgæfni og alúð. Þau taka ávallt mið af landfræðilegum og sögulegum staðháttum og við vinnum náið með viðskiptavinunum frá upphafi til enda með það að markmiði að uppfylla væntingar þeirra í hvítvetna. Langflest verka okkar eru unnin skv. BIM aðferðafræði, sjálfbærni er órjúfanlegur hluti af hönnun okkar og við þekkjum vel BREEAM umhverfisvottunarkerfið.

Við höfum víðtæka reynslu af hönnun alls kyns mannvirkja og gerð skipulagstillagna.

Á sl. 22 árum höfum við m.a. hannað leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, sundlaugar, íþróttahús, hjúkrunarheimili, skrifstofur, verslanir, baðstaði, menningarmiðstöðvar, þjónustumiðstöðvar, fjölbýlishús, sérbýli, hótel, borgarrými, garða og stýrt endurgerð og breytingum á gömlum byggingum, Við höfum séð um gerð skipulagstillagna og tekið þátt í málþingum/ráðstefnum  á Íslandi og erlendis.

RELATED LOCAL SERVICES