JÁVERK ehf. er verktakafyrirtæki sem starfar á útboðsmarkaði og í eigin verkum. Fyrirtækið hefur á að skipa öflugum starfsmönnum, stjórnendum og tækjabúnaði og getur því tekist á við verkefni af hvaða stærðargráðu sem er. Starfsmenn eru um 110 en fyrirtækið hefur einnig byggt upp öflug sambönd við fjölda undirverktaka og birgja. Skrifstofur eru bæði á Selfossi og í Reykjavík.
Kranadeild JÁVERK leigir út 4 stóra krana og vörubíla með krana og tekur að sér ýmis verkefni á öllu landinu.