Gróðrarstöðin Kjarr

Gróðrarstöðin Kjarr

Gróðrarstöðin í Kjarri er í eigu hjónanna Helgu Rögnu Pálsdóttur og Helga Eggertssonar. Gróðrarstöðin byggir á gömlum merg en föðursystir Helgu, Ragna Sigurðardóttir og maður hennar PéturGuðmundsson bjuggu áður í Kjarri en trjá- og skjólbeltarækt hófu þau á svæðinu árið l953.

Frá árinu l981 hafa Helga og Helgi hægt en sígandi  byggt upp garðplöntuframleiðslu  í Kjarri. Framleidd eru garðtré af ýmsum gerðum, skrautrunnar, skógarplöntur, limgerðis- og skjólbeltaplöntur.

Sérstök áhersla er lögð á ræktun hnausplantna af ýmsum gerðum garðtrjáa s.s.  birki, ösp, greni, reyniviðartegundum, elri og fleiru. Hnausplönturnar eru boðnar til sölu í ýmsum stærðum.

RELATED LOCAL SERVICES