Hálendishátíð 2023

Hálendishátíð 2023
Iðnó, Vonarstræti 3
11. október kl. 19:00

Annað árið í röð höldum við Hálendishátíð. Við lofum veislu með frábærum listamönnum til styrktar og heiðurs Hálendi Íslands og einstakri náttúru landsins.

Tónlistarfólkið sem leggur Hálendinu lið er:
• GDRN
• Celebs
• Lón
• Kári
Kynnir:
Villi Netó
Ræðufólk:
Benedikt Traustason formaður Landvarðafélagsins.
Ósk Vilhjálmsdóttir og Ásta Arnardóttir leiðsögumenn.

Ekki missa af einstakri tónlistarveislu!

Iðnó verður skreytt einstökum ljósmyndum Chris Burkard af Hálendi Íslands.

Aðeins 300 miðar í boði.

Húsið opnar klukkan 19:00, tónleikarnir hefjast kl. 20:00.

Hálendi Íslands er einstök perla á heimsvísu, hvernig sem á það er litið. Við eigum villtustu víðerni í heimi, við eigum gljúfur og gíga, frussandi fossa og við eigum eldhraun, við eigum drynjandi jökulár og við eigum kyrrð, við eigum grjótharða jökla og bullandi hveri, við eigum eyðimerkur og við eigum safaríkar gróðurvinjar á ólíklegustu stöðum.
Hálendishátíð er styrktartónleikar, þar sem ágóðanum verður varið í baráttuna fyrir verndun Hálendisins svo við öll og komandi kynslóðir geti notið dásemda þess.

Miðasala: https://tix.is/is/event/16200/

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0