Inntak // Helga Kristjánsdóttir 4.-7. maí 2023
Innblástur minn á þessari sýningu sem ber yfirskriftina „Inntak“ er íslenska náttúran, veðrið, sólin, rokið, gráminn, dumbungurinn og landslagið. Búandi í Grindavík alla mína ævi og í nálægð við sjóinn og sterk nátturuöfl verð ég fyrir andlegri upplifun og ákveðinni inntöku sem ég skila svo frá mér á strigann.
Virðing við náttúruna er mér mikilvæg og litadýrðin á öllum árstímum hefur mikil áhrif á mig. Af hverju listmálun? Málverkið er mér mjög mikilvægt, ég hef alltaf verið hrifin af teikningum og litum, stundum hugsa ég hvað er málverk? er það eitthvað sem fólk vill hafa heima hjá sér? gleðjast yfir og veitir þeim ánægju? eða einhver miðill sem fólk sér og myndar sér skoðanir um.
Verkin á sýningunni er olíuverk og með abstract ívafi, sterk og litmikil, einnig nota ég vax(mixed media) í myndirnar sem ég bræði á striganum sem gefur hráa áferð og ákveðna vídd.
1995 byrjaði ég að taka námskeið í myndlistaskóla Reykjavíkur í teikningu og síðar í myndlistarskóla Kópavogs í teikningu vatnslitun og olíumálun.
2020 stundaði ég nám í Barcelona í 1 ár í figurative drawing og olíumálun í skóla Escola Massana centred ´Art Disseney. Ég hef sótt námskeið erlendis þar á meðal Boston , Slóveníu, Póllandi , Spáni.
Árið 2015 tók ég .þátt í Slovenian open Art, sem var alþjóðlegt Art Symposium með þátttökundum frá 15 löndum, til styrktar alþjóðlegum barnaverndarsamtökum.
Árið 2021 tók ég þátt í vinnustofu málun með rússneskum málara Oleg Zubkov í portrettmálun. Ég hef haldið einkasýningar og samsýningar með öðrum listamönnum.
Helga tekur vel á móti gestum og sérstök sýningaropnun verður 4. maí frá kl: 18:00-20:00
Allir hjartanlega velkomnir!
Sýningaviðburðurinn er styrktur af Hafnarfjarðarbæ.