• Íslenska

Hella – þorp í þjóðbraut eftir Ingibjörg Ólafsdóttir

 Hella – þorp í þjóðbraut
Hvernig er fræjum þorps sáð í sveit og hvað ræður því hvar það sprettur? Hverjir taka sér þar búsetu og hvaðan ber þá að garði? Í bókinni Hella – þorp í þjóðbraut sem nú lítur dagsins ljós er ef til vill að finna svör við þessum spurningum og ýmsum fleirum. Þar rekur Ingibjörg Ólafsdóttir sagnfræðingur fyrstu ár byggðarinnar á Hellu og þær aðstæður sem þorpið sprettur úr.

Í stuttu máli er rakin saga þeirra er fyrstir bjuggu í þorpinu, fyrstu húsum gerð nokkur skil sem og sögu jarðanna er Hella byggist úr. Að auki er nokkuð fjallað um sögu Rangárvallahrepps en Hella tilheyrði honum allt til ársins 2002. Auk sagnfræðilegrar yfirferðar byggir bókin um margt á frásögnum heimamanna sem ljá henni litbrigði.

Bókina prýða meira en tvöþúsund myndir sem safnað hefur verið úr ýmsum áttum, jafn frá einstaklingum og úr stærri söfnum. Um tvöhunduð myndir koma úr safni þeirra Stolzenwald feðga sem tóku mikið af myndum á Hellu á sinni tíð.

Hér gefur að líta sögu þorps sem mörgum er kært og reynist fjölþættari en margan grunar.

Með bókinni lokast byggðasöguhringurinn, en áður hafa komið út bækur um alla gömlu hreppana sem nú mynda Rangárþing ytra. Segja má að 15. september marki tímamót í sögu staðarins, því þann dag fyrir 93 árum fékk Þorsteinn Björnsson fyrstur verslunarréttindi á staðnum.  Sjá meira hér

Related Articles

  Síðasta barnið eftir Guðmundur S. Brynjólfsson

  Síðasta barnið eftir Guðmundur S. Brynjólfsson

  Síðasta barnið Höfundur: Guðmundur S. Brynjólfsson Veturinn er harður og ofan á basl alþýðunnar bætist morðbrenn...

  Ofríki eftir Jón Hjartarson

  Ofríki eftir Jón Hjartarson

  Ofríki – Ágrip af sögu fjölskyldu 1860-1965 Höfundur: Jón Hjartarson Fyrir liðlega einni öld gerði bóndinn á Ran...

  Hin mörgu andlit kristninnar

  Hin mörgu andlit kristninnar

  Hin mörgu andlit kristninnar Höfundur  Þórhallur Heimisson Hin mörgu andlit kristninnar er byggð á sviðpaðri hugmy...

  Bókatíðindi 2015

  Bókatíðindi 2015

  Bókatíðindi 2015 sjá meira hér Kæru bókaunnendur, Enn á ný birtast Bókatíðindi ársins, að venju sneisafull af áhugav...


Suðurlandsvegur 1-3 850 Hella

4887000

[email protected]

www.ry.is • Íslenska

CATEGORIES


iframe code

NEARBY SERVICES