Hildur Hafstein skartgripahönnuður hefur vakið mikla athygli fyrir skartgripi með eigin nafni. Hildur rekur litla verslun og vinnustofu á Klapparstíg sem er sveipuð töfrum og lýsir persónuleika Hildar vel.
Skartgripahönnun Hildar er framandi en hún byggir hönnun sína á eilífri leit sígaunana, virðingu hippanna fyrir náttúru heimsins og á austurlandaheimspeki.
Flestir af þeim munum sem Hildur hannar eru úr silfri og náttúrusteinum og gripum hennar fylgja óskir um andlega vellíðan.