Hulda HreinDal Sigurðardóttir

Hulda HreinDal Sigurðardóttir er listamaður febrúarmánaðar á Bókasafni Garðabæjar og verður sýning hennar, “Allt á Huldu” opin á afgreiðslutíma bóksafnsins út mánuðinn

“Málaðu það sem þú sérð í undirlaginu í dýptinni í pensilförunum í grunninum. Láttu skuggann falla á skuggann þá gætir þú séð eitthvað óvænt skemmtilegt eða skemmtilega skuggalegt. Leyfðu hugmyndarfluginu að ráða” HHSIG ’21

Hulda HreinDal flutti til Skotlands 1974, 14 ára gömul. Hún fór á myndlistarbraut í Greenfaulds High School, Cumbernauld, þá hélt hún sína fyrstu einkasýninguna í bókasafni bæjarins tveimur árum síðar. Eftir útskrift hóf hún nám í Duncan of Jordanstone College of Art and Design í Dundee. Hulda lauk BA námi í Textile design árið 1981 og flutti sama ár aftur heim til Íslands. Ári síðar var hún með yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum og tók þátt í samsýningu í Listmunahúsinu Lækjargötu sem bar nafnið “Brúður Tröll og Trúður”. Frá 2008 hefur hún verið með eigin vinnustofu, fyrst í Dvergshúsinu í Hafnarfirði en er núna í Lyngási í Garðabæ. Hulda hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og haldið einkasýningar bæði á Íslandi og erlendis. Hún hefur einnig verið með gjörninga, farið í vinnustofu ferðir og sótt fjölbreytt list námskeið. Sýningin er sölusýning og allir velkomnir.

Það er hægt að nálgast greinar um myndlist og viðburðakynningar sjá hér

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0