Hulda HreinDal Sigurðardóttir er listamaður febrúarmánaðar á Bókasafni Garðabæjar og verður sýning hennar, “Allt á Huldu” opin á afgreiðslutíma bóksafnsins út mánuðinn
“Málaðu það sem þú sérð í undirlaginu í dýptinni í pensilförunum í grunninum. Láttu skuggann falla á skuggann þá gætir þú séð eitthvað óvænt skemmtilegt eða skemmtilega skuggalegt. Leyfðu hugmyndarfluginu að ráða” HHSIG ’21
Hulda HreinDal flutti til Skotlands 1974, 14 ára gömul. Hún fór á myndlistarbraut í Greenfaulds High School, Cumbernauld, þá hélt hún sína fyrstu einkasýninguna í bókasafni bæjarins tveimur árum síðar. Eftir útskrift hóf hún nám í Duncan of Jordanstone College of Art and Design í Dundee. Hulda lauk BA námi í Textile design árið 1981 og flutti sama ár aftur heim til Íslands. Ári síðar var hún með yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum og tók þátt í samsýningu í Listmunahúsinu Lækjargötu sem bar nafnið “Brúður Tröll og Trúður”. Frá 2008 hefur hún verið með eigin vinnustofu, fyrst í Dvergshúsinu í Hafnarfirði en er núna í Lyngási í Garðabæ. Hulda hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og haldið einkasýningar bæði á Íslandi og erlendis. Hún hefur einnig verið með gjörninga, farið í vinnustofu ferðir og sótt fjölbreytt list námskeið. Sýningin er sölusýning og allir velkomnir.
Það er hægt að nálgast greinar um myndlist og viðburðakynningar sjá hér