Cast of Mind
B. Ingrid Olson
i8 Grandi, Marshallhúsið
20. janúar – 20. desember 2023
opnun nýrrar umbreytingar, 21. september frá 17-19
Við bjóðum ykkur velkomin á opnun nýrrar umbreytingar heilsárssýningar B. Ingrid Olson, Cast of Mind, fimmtudaginn 21 september frá 17-19 í i8 Granda í Marshallhúsinu, með listakonunni viðstaddri.
i8 Grandi stendur að mun lengri sýningum en vaninn er hjá söfnum og galleríum. Heilsárssýningarnar eru helgaðar hugmyndum um tíma og rúm og uppstillingin mun þróast sem á líður á sýninguna. Hið langa skeið sem heilt ár býður upp á leyfir listamönnum að íhuga hvernig tíminn mótar verk þeirra og hvernig flæðið hvetur áhorfendur til að heimsækja aftur síbreytilegar innsetningar.
B. Ingrid Olson (f. 1987) býr og starfar í Chicago. Einkasýningar hennar hafa verið haldnar í Carpenter Center for Visual Arts við Harvard University; Vienna Secession og Albright-Knox Art Gallery. Verk hennar hafa einnig birst í samsýningum í The Renaissance Society við University of Chicago. Olson hefur einnig tekið þátt í hópsýningum í Jeu de Paume; Museum of Contemporary Art Chicago; Institute of Contemporary Art, Los Angeles; Aspen Art Museum og The Museum of Modern Art, New York.
Frekari upplýsingar veitir Dorothea Halldórsdóttir í síma 551 3666 eða [email protected]