Jóhann S. Vilhjálmsson

Ritaðar myndir – listamanns- og sýningarstjóraspjall
Laugardaginn 22. apríl kl. 14

Laugardaginn 22. apríl kl. 14 verður boðið upp á listamanns- og sýningarstjóraspjall um sýninguna Ritaðar myndir, eftir Jóhann S. Vilhjálmsson, sem nú stendur yfir í safninu. Þá mun listamaðurinn, ásamt sýningarstjórunum Jón Proppé og Erling T. V. Klingenberg, leiða gesti um sýninguna og varpa ljósi á vinnuferlið, eigin listrænu sýn og hugmyndafræði verkanna.

Jóhann vinnur verk sín á pappír og notar til þess ýmiss konar blek og liti en síðustu árin hafa verkin farið að líkjast æ meir síðum úr fallega lýstum miðaldahandritum. Þá má segja að verkin sameini myndskreyti, til dæmis drekaflúr og leturdálka á lituðum bakgrunni. Þegar betur er að gáð sjáum við hins vegar að það sem virðist letur er ekki á neinu þekktu ritmáli, heldur eru myndirnar til þess fallnar að við lesum í þær eitthvað sem kannski verður ekki komið í orð – að við lesum með ímyndunaraflinu.

Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.

RELATED LOCAL SERVICES