Skrímslasetrið Bíldudal

Í Skrímslasetrinu er haldið utan um skrímslasögur sem lifað hafa með þjóðinni í gegnum aldirnar. Sagt er frá viðureignum manna og skrímsla á nýstárlegan og spennandi hátt. Skemmtileg umgjörð sýningarinnar hefur vakið hrifningu gesta og komið skemmtilega á óvart.

 

Fjöldi skrímsla hefur sést við Íslandsstrendur í gegn um aldirnar og síðustu tvöhundruð ár hafa þau verið algengust í kring um Vestfirði. Þess vegna lá það beinast við að setja upp Skrímslasetur á Bíldudal.
Fjögur höfuðskrímsli eru þekktust og hafa þau öll sést í Arnarfirði. Þetta eru Fjörulalli, Faxi, Skeljaskrímsli og Hafmaður.

Sýningunni er ætlað að hafa hvorutveggja skemmtana- og fræðslugildi og er sögunum gerð góð skil á spennandi og nýstárlegan hátt. Á margmiðlunarborði, sem er ný íslensk hönnun, er hægt að ferðast um allan Arnarfjörð á landakorti og skoða myndskreyttar skrímslasögur sem birtast þegar farið er um söguslóðir.

Borðið á engan sinn líka á landinu og var tilnefnt til Markaðsverðlauna ÍMARK 2010. Um myndvinnslu og myndskreytingar í borðinu  sá Magnús B. Óskarsson. Á skjám eru viðtöl við sjónarvotta og fræðsla um skrímsli og skrímslatrú Íslendinga. Það efni er byggt á heimildarmynd Kára G. Schram um skrímsli á Íslandi

 

Opnunartímar:
15. maí – 15. september frá kl. 10:00-18:00
Verð:
1250 kr.
Ókeypis fyrir börn (0­-10 ára)

 

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0