Land-ráð

Ráðgjafafyrirtækið Land-ráð sf. var stofnað í árslok 2003 með það að markmiði að vinna að rannsóknum  og áætlanagerð í tengslum við skipulag byggðar og almennar breytingar á íslensku samfélagi, sérstaklega þróun borgarsamfélagsins.

Hjá fyrirtækinu er til staðar víðtæk þekking og reynsla varðandi skipulag byggðar og breytingar á samfélagi og umhverfi hér á landi m.a. ný aðferðafræði við að meta gæði íbúðahverfa með tilstyrk rýnihópa, og reynsla af  rannsóknum á búferlaflutingum og húsnæðis- samgöngu- verslunar- og ferðamálum.

Framkvæmdastjóri er lögiltur skipulagsfræðingur, háskólakennari og með fagmenntun við leiðsögn erlendra farðamanna auk háskólamenntunar í landfræði sem gefur trausta þekkingu á umhverfismálum  og meðferð korta og uppdrátta.

Sjá kynningarbækling.

 

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0