Hádegisfyrirlestur í tilefni af útgáfu bókarinnar Ljósin á Dettifossi

Hugurinn leiddi hann út á öldurnar

Hugurinn leiddi hann út á öldurnar

Hugurinn leiddi hann út á öldurnar er yfirskrift hádegisfyrirlestrar sem Davíð Logi Sigurðsson verður með í Sjóminjasafninu föstudaginn 11. nóvember í tilefni af útgáfu bókar hans Ljósin á Dettifossi. 

Í bókinni segir höfundur frá afa sínum Davíð Júlíusi Gíslasyni sem stóð í stafni í hinstu siglingu Dettifoss og um aldamótakynslóð sjómanna sem hann tilheyrði. 

Þá er fjallað um örlög Dettifossar en einnig um mennina sem stunduðu sjóinn á fyrstu áratugum aldarinnar og upplifðu breytingarnar á skipaflota landsins á þeim tíma sem Eimskip verður til og fer að kaupa Fossana heim. Að endingu mun Davíð Logi ræða tildrög þess að hann réðst í að skrifa þessa sögu. 

Davíð Logi er sagnfræðingur og starfaði sem blaðamaður um árabil. Hann vann m.a. Blaðamannaverðlaun ársins 2006 fyrir skrif um alþjóðamál. Um nokkurra ára skeið vann hann hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna í Líbanon og Palestínu og síðar í höfuðstöðvunum í New York. Davíð Logi starfar nú í utanríkisráðuneytinu.

 

Allir velkomnir og frítt inn á safnið á meðan leiðsögn stendur.

Sjóminjasafnið í Reykjavík, Grandagarði 1 101 Reykjavík

+354 411 6343

[email protected]

borgarsogusafn.is/is/sjominjasafnid-i-reykjavik


11. nóvember 2016 kl. 12:00-13:00


CATEGORIES

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   söluturn, mynd frá ljósmyndasýningu

   Ljósmyndasýning Guðmundar Ingólfssonar – Síðasta sýningarhelgin

   Ljósmyndasýning Guðmundar Ingólfssonar – Síðasta sýningarhelgin

   Síðasta sýningarhelgin í Myndasal Helgin 12. - 14. janúar er síðasta sýningarhelgin á ljósmyndasýningu Guðmundar Ingólf...

   Gallery Fold

   Gallery Fold

   Gallerí Fold is Iceland's leading auction house and foremost fine arts dealership. Established in 1990, Gallerí Fold has...

   Ravens and other wise creatures

   Ravens and other wise creatures

   There is a vernissage at KIMIK's annual exhibition on 1 April at 15 at Nuuk Art Museum. KIMIK's exhibitions are chara...

   Ívar Brynjólfsson ljósmyndari

   Ívar Brynjólfsson ljósmyndari

   Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands þriðjudaginn 19. febrúar kl. 12 Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns ...