Listhús Ófeigs
Sigga Hanna – Ekki er allt sem sýnist
21. október – 10. nóvember 2023
Laugardaginn 21. október opnar Sigga Hanna sýningu á klippimyndum og textilverkum í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5. Sýningin stendur til 10. nóvember og er opin á verslunartíma.
Viðfangsefni flestra verkanna er íslensk náttúra í sínum margbreytileika.
Sigga Hanna hefur fengist við margs konar myndgerð um langt árabil en hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum hjá Kurt Zier eftir miðja síðustu öld. Sigga Hanna verður 80 ára á Kvenna-frídaginn 24. okt. nk.