Bergur Thorberg

Bergur Thorberg myndlistarmaður er fæddur árið 1951 á Skagaströnd. Hann hefur unnið við fjölbreytt störf tengd leiklist og tónlist í gegnum árin t.d. í hljómsveitum eins og Tíglunum, Landreisutríóinu og O‘hara. Síðar meir gaf hann út sólóplötuna “Metsöluplata” sem kom út 1989, á henni var að finna frumsamið efni.
Bergur snéri sér nær alfarið að myndlistinni upp úr 1980 og vann þá mikið með bæði olíu og akrýl í list sinni, en í dag er hann einna helst þekktur fyrir kaffimálverk sín og óvenjulegu aðferðar sinnar við að vinna verkin.
Sú saga hefst árið 1994, þegar Bergur bjó í Portúgal og gerði þar sínar fyrstu tilraunir til að nota kaffi sem málningu.
Hér hefur Bergur Thorberg orðið;
“Það var í sjálfu sér slys að ég byrjaði að nota kaffi í verkin, það hafði slest kaffi á svarthvítar myndir hjá mér og ég var alveg eyðilagður yfir því en sá fljótlega að það var eitthvað nýtt í þessu og ég hætti ekki prufa mig áfram fyrr en kaffið var orðið að fullgildri málningu sem mætti setja á striga. Fljótlega eftir þetta fór ég að vinna öll mín verk á hvolfi og notaði akrýl og kaffiblöndu til að teikna á strigana án þess að snerta strigann. Lét hana leka svo að segja. Til að gera langa sögu stutta þá tók fólk vel í þessi verk mín og hef ég sýnt þau í fjölmörgum Evrópulöndum og einnig í Ameríku. Samtímis vinn ég olíu og akrýlverk, inn á milli hef ég aðeins fengist við videóverk og innsetningar. Þá kemur reynslan úr leikhúsinu og tónlistinni sér vel.”
Helstu myndlistarsýningar Bergs Thorbergs:
1984 – Gallerí Tetra Pak, Lund , Svíþjóð
1994-1995 – Portið, Hafnarfirði
1995 – Museum Municipal, Figuera de Foz, Portugal
1995-1996 – Sýningar víðsvegar um Portúgal (Lissabon, Coimbra, Leiria, Figuera de Foz, Alveiro.
1996 – Ari í Ögri, Reykjavík
1997-2003 – víðsvegar um Ísland
2003 – Gallerí Ströget, Copenhagen
2004-2006 – Kringlan Reykjavik
2006- 2011 – Menningarnótt Reykjavík
2007 – Expo New York USA
2011 – The National Historic Museum, Denmark (price winner)
2012 – Bergen, Norway
2015-2020 – unnið að og sýnt málverk á Spáni

Related Articles

  SKÖPUN BERNSKUNNAR 2021

  SKÖPUN BERNSKUNNAR 2021

  Sköpun bernskunnar 2021 Salir 10 -11 20.02.2020 - 02.05.2021 Þetta er áttunda sýningin undir heitinu Sköpun bernsku...

  Sara Vilbergsdóttir

  Sara Vilbergsdóttir

  Sara Vilbergsdóttir stundaði myndlistarnám við Myndlistar og handíðaskóla Íslands og í Statens Kunstakademi í Osló. Hún ...

  SAFNIÐ Á RÖNGUNNI MEÐ EINARI ÞORSTEINI

  SAFNIÐ Á RÖNGUNNI MEÐ EINARI ÞORSTEINI

  06/03/18 - 03/03/19 Um sýninguna SAFNIÐ Á RÖNGUNNI MEÐ EINARI ÞORSTEINI „Ég nota módel til ...

  Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður

  Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður

  Leiðsögn: Unnar Örn sýningarstjóri Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður fer með gesti um sýninguna Teikna...


iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland