Bergur Thorberg

Bergur Thorberg myndlistarmaður er fæddur árið 1951 á Skagaströnd. Hann hefur unnið við fjölbreytt störf tengd leiklist og tónlist í gegnum árin t.d. í hljómsveitum eins og Tíglunum, Landreisutríóinu og O‘hara. Síðar meir gaf hann út sólóplötuna “Metsöluplata” sem kom út 1989, á henni var að finna frumsamið efni.
Bergur snéri sér nær alfarið að myndlistinni upp úr 1980 og vann þá mikið með bæði olíu og akrýl í list sinni, en í dag er hann einna helst þekktur fyrir kaffimálverk sín og óvenjulegu aðferðar sinnar við að vinna verkin.
Sú saga hefst árið 1994, þegar Bergur bjó í Portúgal og gerði þar sínar fyrstu tilraunir til að nota kaffi sem málningu.
Hér hefur Bergur Thorberg orðið;
“Það var í sjálfu sér slys að ég byrjaði að nota kaffi í verkin, það hafði slest kaffi á svarthvítar myndir hjá mér og ég var alveg eyðilagður yfir því en sá fljótlega að það var eitthvað nýtt í þessu og ég hætti ekki prufa mig áfram fyrr en kaffið var orðið að fullgildri málningu sem mætti setja á striga. Fljótlega eftir þetta fór ég að vinna öll mín verk á hvolfi og notaði akrýl og kaffiblöndu til að teikna á strigana án þess að snerta strigann. Lét hana leka svo að segja. Til að gera langa sögu stutta þá tók fólk vel í þessi verk mín og hef ég sýnt þau í fjölmörgum Evrópulöndum og einnig í Ameríku. Samtímis vinn ég olíu og akrýlverk, inn á milli hef ég aðeins fengist við videóverk og innsetningar. Þá kemur reynslan úr leikhúsinu og tónlistinni sér vel.”
Helstu myndlistarsýningar Bergs Thorbergs:
1984 – Gallerí Tetra Pak, Lund , Svíþjóð
1994-1995 – Portið, Hafnarfirði
1995 – Museum Municipal, Figuera de Foz, Portugal
1995-1996 – Sýningar víðsvegar um Portúgal (Lissabon, Coimbra, Leiria, Figuera de Foz, Alveiro.
1996 – Ari í Ögri, Reykjavík
1997-2003 – víðsvegar um Ísland
2003 – Gallerí Ströget, Copenhagen
2004-2006 – Kringlan Reykjavik
2006- 2011 – Menningarnótt Reykjavík
2007 – Expo New York USA
2011 – The National Historic Museum, Denmark (price winner)
2012 – Bergen, Norway
2015-2020 – unnið að og sýnt málverk á Spáni

iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Voor Jou – Listasýning í 16c

      Voor Jou – Listasýning í 16c

      Listasýningin Voor Jou / Fyrir þig / For you opnar 6. nóvember í gallerí 16c.  Til sýnist verða verk eftir Finnboga Kris...

      Guðmundur Ármann Sigurjónsson

      Guðmundur Ármann Sigurjónsson

      Guðmundur Ármann nam fyrst prentmyndasmíði og fór síðan í myndlistarnám og lauk því árið 1966, við MHÍ. Þá lauk ...

      Jón Axel Björnsson

      Jón Axel Björnsson

      Jón Axel er fæddur 2 febrúar 1956 í Reykjavík. Nám: Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1975-1979. Jón er starfandi mynd...

      Helgi Gretar listmálari með sýningu

      Helgi Gretar listmálari með sýningu

      Listamaðurinn lengi þar við undi  Hann sigldi ungur til Danaveldis til að læra skiltamálun en sérhæfði sig seinna í mar...