Byggðasafn Vestfjarða er staðsett í Neðstakaupstað á Ísafirði í elstu húsaþyrpingu landsins sem er frá seinni hluta átjándu aldar. Fyrstu hugmyndir um sjóminja- og byggðasafn fyrir Vestfirði setti Bárður G. Tómasson, skipaverkfræðingur, fram í blaðagrein sem hann ritaði í blaðið Vesturland í desember 1939. Þann 23. júlí 1941 var Byggða- og sjóminjasafn Ísfirðinga stofnað
Byggðasafn Vestfjarða stendur fyrir og kemur að sýningum á hverju ári. Safnið hefur í áranna rás verið í samstarfi við ýmsa aðila, einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki með uppsetningu og ráðgjöf. Árlega eru ýmsar tækifærissýningar oft í samvinnu við önnur söfn og sýningar á safnsvæðinu. Safnið er óþrjótandi brunnur gripa þegar kemur að sýningum og fræðslu um liðinn tíma og er fátt betra til skýringa en hluturinn sjálfur.
Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri er hluti af Byggðasafninu.