

Í tilefni af Hátíð franskrar tungu á Alþjóðadegi frönskunnar sem Alliance Française í Reykjavík skipuleggur í samstarfi við sendiráð Frakklands á Íslandi, og Alþjóðadegi ljóðsins munu þau Ásta Ingibjartsdóttir og Eyjólfur Már Sigurðsson flytja tvö lög við frönsk ljóð í Veröld – húsi Vigdísar, föstudaginn 19. mars kl. 12:30. Gérard Lemarquis fyrrum frönskukennari, sem er mörgum að góðu kunnur, mun kynna ljóðin og höfunda þeirra. Flutningur þeirra fer fram á Kaffi Gauk, á jarðhæð í Veröld – húsi Vigdísar.