Á laugardaginn, 10. febrúar, klukkan 14:00 opnar sýningin HAF eftir listamennina Pál Hauk Björnsson og Björn Pálsson í sýningarsalnum Hlöðuloftið á Korpúlfstöðum. Á sýningunni nálgast listamennirnir hafið og gera að yrkisefni sínu og byggir sýningin að stórum hluta á röð málverka eftir Björn sem horfa aftur yfir 30 ár af starfi hans á sjó.
Á sýningunni frumsýnir einnig Páll staðbundna myndbandsverkið Hér kemur hafið (og öldurnar), en verkið verður aðeins til sýnis í skamman tíma í þeirri mynd sem það byrtist hér. Titilinn fær verkið að láni úr texta Lou Reed við lagið Ocean en í verkinu veltir Páll fyrir sér því hlutverki sem hafið hefur í hugmyndakerfum samtímans og hvernig veruleiki okkar er sífellt mettaður af hugmyndum okkar vitneskjum og villum.
Sýningin verður opin á eftirfarandi tíma:
Laugardaginn 10. febrúar 14:00 til 18:00.
Sunnudaginn 11. febrúar 15:00 til 18:00.
Laugardaginn 17. febrúar 15:00 til 18:00.
Sunnudaginn 18. febrúar 15:00 til 18:00.
Sýningin er styrkt af Myndstef – Myndhöfundasjóði Íslands.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Lísu Björg Attensperger á [email protected] eða í síma 551 1346 / 663 8372