RYK

RYK er íslensk hönnun og framleiðsla á kvenfatnaði. Vöruúrvalið er að langmestu leyti okkar eigin framleiðsla sem gerir okkur að sérfræðingum í því sem við seljum. Fatalína RYK er hönnuð fyrir allar konur með þægindi og glæsileika í huga og við hvaða tilefni sem er. Notagildi og gæðakröfur í efnisvali er haft í fyrirrúmi og allar flíkur framleiddar í fáum eintökum.

Starfskonur RYK eru allar iðnmenntaðar í faginu og mikil áhersla er lögð á gæði í framleiðslu og frágangi á vörulínunni. Innblástur og sköpunargleði berst úr hinu daglega lífi, öllu og engu, tímaritum og kvikmyndum en þó mest úr starfsumhverfinu og öllum hinum mismunandi þörfum þeirra sem leita til okkar.

Persónuleg og góð þjónusta er okkur mjög ofarlega í huga og ávallt reiðubúin að finna lausnir. Okkur þykir vænt um vörurnar okkar og erum þakklát fyrir þann vaxandi hóp sem velur RYK

 

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0