STÖPLAR – UNNAR ARI BALDVINSSON

Sýning Unnars Ara Baldvinssonar “Stöplar” er samsett af 12 verkum í tveimur stærðum og verður formleg opnun í Hannesarholti Laugardaginn 13. mars, milli kl 15 og 17. Öll velkomin en við minnum á almennar sóttvarnir og grímusskyldu. Sýningin stendur til 15. apríl.
Hugmyndin af Stöplunum er jafnvægið á litum, formum, myndinni sjálfri og rammanum í kring. Litir samsettir með formum sem teygja sig yfir og útfyrir rammann. Rammarnir eru smíðarðir sérstaklega í kringum tréplötur og litirnir flæða yfir. Stöplar eða stoð sem tengist beint í þýðinguna á orðinu ásamt því að tengja í við/tré sem er notaður í byggingarefni eða tré sem standa föst í jörðinni. Hörð skil á litunum og rammanum mynda stuðning við myndina sjálfa.
Verkin eru sínir eigin stöplar.

Unnar Ari er fæddur 1989 og útskrifaður úr Accademia Italiana og Florence University of Arts á Ítalíu. Þar sem hann stundaði nám við grafíska hönnun og listasögu. Unnar vann sem aðstoðarmaður hjá Ítalska listamanninum Emilio Cavallini og sækir þar innblástur í geometrísk verk hans.

“Þar sá ég að hann var að láta smíða sína eigin ramma eða box utan um einhverskonar nylon vegg-skúlptúra þar sem efni úr sokkabuxum var svo þrætt í gegnum verkið sjálft. Ég hef mikið prófað mig áfram með að smíða mína eigin ramma og leyfa myndinni að blæða út fyrir verkið, að leyfa rammanum að vera hluti af myndinni sjálfri. Með að einfalda formin í takt við stærð myndarinnar verður til stöpull sem gefur myndinni jafnvægi. Það er svoldið skemmtilegt að jafnvægið í myndinni er í rauninni myndin sjálf.”

Unnar Ari hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, hérlendis og erlendis. Þetta er fimmta einkasýning Unnars Ara.
Sýningin er sölusýning og þeir sem hafa áhuga á að eignast verk af sýningunni, geta haft samband við Hannesarholt í síma 511-1904 eða á [email protected]
Hannesarholt er opið alla daga nema mánudaga frá kl 11.30 – 17.00.
[email protected]
Instagram: @unnar.ari.baldvinsson

Grundarstígur 10 101 Rekjavik

511 1904

[email protected]

hannesarholt.is


13. mars - 15. apríl 2021


CATEGORIES

iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Spessi 1990-2020

   Spessi 1990-2020

   Spessi 1990-2020 27.3.2021-29.8.2021 Samtímaljósmyndarinn Spessi - Sigurþór Hallbjörnsson - hefur skapað sér einstak...
   Sigurjón Ólafsson Museum

   Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

   Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

   Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hýsir safn höggmynda og teikninga listamannsins. Þar er einnig miðstöð rannsókna á list h...

   Guðrún Stefánsdóttir architects

   Guðrún Stefánsdóttir architects

   Villa in Súðavik Eyradalur 2. Architect Guðrún Stefánsdóttir GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR ARCHITECT Leather Designer Qu...

   Litla Gallerý – Tvíeyki

   Litla Gallerý – Tvíeyki

   Rebekka Atla Ragnarsdóttir - Tvíeyki 28. september - 1. október 2023 Sýningin Tvíeyki fjallar um tvenndir og andstæðar...