
Unnar Ari er fæddur 1989 og útskrifaður úr Accademia Italiana og Florence University of Arts á Ítalíu. Þar sem hann stundaði nám við grafíska hönnun og listasögu. Unnar vann sem aðstoðarmaður hjá Ítalska listamanninum Emilio Cavallini og sækir þar innblástur í geometrísk verk hans.
“Þar sá ég að hann var að láta smíða sína eigin ramma eða box utan um einhverskonar nylon vegg-skúlptúra þar sem efni úr sokkabuxum var svo þrætt í gegnum verkið sjálft. Ég hef mikið prófað mig áfram með að smíða mína eigin ramma og leyfa myndinni að blæða út fyrir verkið, að leyfa rammanum að vera hluti af myndinni sjálfri. Með að einfalda formin í takt við stærð myndarinnar verður til stöpull sem gefur myndinni jafnvægi. Það er svoldið skemmtilegt að jafnvægið í myndinni er í rauninni myndin sjálf.”

Instagram: @unnar.ari.baldvinsson