laugardaginn 23.mars kl.14. Textar á tjaldi og allir syngja með.
Vala er fjölmiðla- og tónlistarkona sem hefur á s.l. 3 árum sent frá sér 4 vögguvísnaplötur fyrir börn og fullorðna sem vantar smá ró í hjartað. Árið 2020 sigraði hún danskeppnina Allir geta dansað á Stöð2.
Á síðustu árum hefur hún gefið út tónlist með nokkrum af átrúnaðargoðum sínum, Þorgeiri Ástvalds, Bjartmari Guðlaugs og Valgeiri Guðjónssyni. Næsti draumur er að fá að syngja á móti Birgi Haraldssyni, ljá Disney prinsessu rödd sína og auðvitað að leiða Syngjum saman í Hannesarholti.
Óskar Logi er leiðtogi rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan, sem hann stofnaði 11 ára gamall en hann er gítarleikari, söngvari, texta- og lagahöfundur. Hljómsveitin spilar mikið erlendis þar sem hún á góðan aðdáendahóp. Árið 2021 var Óskar sæmdur Gullnöglinni. Viðurkenningin er veitt einstaklingi sem hefur lagt mikið af mörkum í gítarleik á Íslandi og hafa meðal annars Gunnar Þórðarson og Bubbi Morthens hlotið Gullnöglina.
Syngjum saman í Hannesarholti veturinn 2023-2024 er til heiðurs Marinellu Ragnheiði Haraldsdóttur, sem var fædd 1933 og hefði því orðið níræð 14.september 2023. Hannesarholt er til vegna hennar og hún mætti á alla Syngjum saman viðburði með dóttur sinni þar til að heimsfaraldurinn truflaði taktinn. Um leið og við minnumst hennar viljum við taka hana okkur til fyrirmyndar. Söngurinn fylgdi henni ævina út, en hún lést 11.júlí síðastliðinn. Frítt er inná söngstundirnar í minningu hennar.