Hannesarholt hlúir að innsta kjarna íslenskrar menningar, sönghefðinni, og býður uppá samsöng fyrir alla, unga sem aldna, íslendinga sem aðflutta, undir stjórn kunnáttufólks, eins og við höfum gert frá stofnun 2013, þar sem textar birtast á tjaldi og allir taka undir. Gestir eru nú velkomnir að taka þátt á staðnum, en einnig verður streymt er frá stundinni á fésbókarsíðu Hannesarholts. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum, sem greiða 1000 króna aðgangseyri.
Ingibjörg Fríða og Sigurður Ingi stjórna söngstundinni í Hannesarholti í annað sinn sunnudaginn 28.mars kl.14. Þau starfa og hrærast í ýmsum stílum tónlistar í íslensku senunni. Ingibjörg Fríða er söngkona með klassíska og rytmíska menntun, syngur í jazz- og popphljómsveitum, klassískum kammerkórum og flytur eigin músík og annarra við ýmis tækifæri. Sigurður Ingi er menntaður slagverksleikari og hefur spilað með rokkhljómsveitum (VAR, Brött Brekka og Man Kind), í leikhúsi og sem meðleikari hjá ýmsum listamönnum. Hann gefur einnig út frumsamda tónlist undir eigin nafni. Saman hafa þau komið víða fram sem tvíeyki, sungið og spilað dægurlög og þjóðlagatónlist ásamt því að kenna tónlistarvinnusmiðjur.
Hannesarholt er opið frá 11.30-17 alla daga nema mánudaga og helgardögurður er framreiddur kl.14.30. Borðapantanir í síma 511-1904 og á