TGJ

TGJ Teiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur

TGJ Teiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur hefur verið starfrækt frá árinu 1984. Lengst af var stofan rekin af Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt en á undanförnum árum hafa synir hennar, Páll Jakob Líndal og Stefán J.K. Jeppesen, í auknum mæli komið að rekstri hennar. 

Í gegnum tíðina hefur TGJ Teiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur komið fjölmörgum skipulagsverkefnum. Frá stofunni hafa komið svæðisskipulög fyrir stór landsvæði s.s. í Borgarfjarðarsýslu og Austur Húnavatnssýslu, hverfisskipulög fyrir Reykjavík, aðalskipulagsáætlanir fyrir einstök sveitarfélög og þéttbýlisstaði t.d. Djúpavogshrepp og Blönduós, auk fjölmargra deiliskipulagsverkefna bæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem og víða um land.

Við hönnun bygginga hefur TGJ komið að verkefnum að ýmsu tagi, s.s. Klausturstofuna við Þingeyrakirkju, viðbyggingu við Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og Vörðunnar, ráðshús Sveitarfélagsins Sandgerðis.
Byggingar- og menningararfur Íslendinga hefur ætíð verið í hávegum hafður innan veggja TGJ og hefur stofan unnið að verkefnum á sviði húsakannana, uppmælinga og endurgerðar gamalla húsa.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0