TGJ Teiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur

TGJ

TGJ Teiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur hefur verið starfrækt frá árinu 1984. Lengst af var stofan rekin af Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt en á undanförnum árum hafa synir hennar, Páll Jakob Líndal og Stefán J.K. Jeppesen, í auknum mæli komið að rekstri hennar. 

Í gegnum tíðina hefur TGJ Teiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur komið fjölmörgum skipulagsverkefnum. Frá stofunni hafa komið svæðisskipulög fyrir stór landsvæði s.s. í Borgarfjarðarsýslu og Austur Húnavatnssýslu, hverfisskipulög fyrir Reykjavík, aðalskipulagsáætlanir fyrir einstök sveitarfélög og þéttbýlisstaði t.d. Djúpavogshrepp og Blönduós, auk fjölmargra deiliskipulagsverkefna bæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem og víða um land.

Við hönnun bygginga hefur TGJ komið að verkefnum að ýmsu tagi, s.s. Klausturstofuna við Þingeyrakirkju, viðbyggingu við Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og Vörðunnar, ráðshús Sveitarfélagsins Sandgerðis.
Byggingar- og menningararfur Íslendinga hefur ætíð verið í hávegum hafður innan veggja TGJ og hefur stofan unnið að verkefnum á sviði húsakannana, uppmælinga og endurgerðar gamalla húsa.

Tjarnargata 4 101 Reykjavík

562 7750

[email protected]

tgj.is



CATEGORIES

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      erum arkitektar

      Erum Arkitektar

      Erum Arkitektar

      Erum Arkitektar er í eigu arkitektanna Erling G. Pedersen, Helga Bergmann Sigurðssonar og Jóns Þórissonar. Teiknistof...
      Arkibúllan

      Arkibúllan arkitektar

      Arkibúllan arkitektar

      Arkibúllan er metnaðarfull arkitektastofa sem tekur að sér alla hönnunarvinnu með árangur að leiðarljósi. Áhrif náttúru...

      Arkþing Nordic ehf arkitektar

      Arkþing Nordic ehf arkitektar

      Arkþing - Nordic er rótgróið og metnaðarfullt arkitektafyrirtæki með aðsetur í Reykjavík. Í öllum verkum er megináhersla...
      KRark raðhús

      KRark ehf

      KRark ehf

      KRark ehf. er arkitektastofa sem sérhæfir sig í hönnun bygginga og skipulagi í þéttbýli. Kristinn Ragnarsson stofnaði st...