THG Arkitektar starfa á sviði arkitektúrs og hönnunar ásamt verkefnisstjórnun.
Starfsfólk fyrirtækisins býr yfir mikilli og fjölbreyttri reynslu á sviði arkitektúrs, hönnunar og borgarskipulags, ásamt verkefnisstjórnun og eftirliti með framkvæmdum, nýrra og endurbyggðra bygginga og stofnana.
Allt frá stofnun fyrirtækisins hefur það verið metnaðarmál að sinna þörfum og óskum viðskiptavina á faglegan og hagkvæman hátt. Fyrirtækið hefur verið meðal brautryðjenda í arkitektúr á Íslandi og m.a. er ein sérstaða THG Arkitekta að hafa starfsfólk, sem sérhæfir sig í verkefnisstjórnun og eftirliti.
THG Arkitektar var stofnað af Halldóri Guðmundssyni arkitekt í október 1994.