Umhverfishátíð Mynd: Flatbökusamsteypan
Mynd: Flatbökusamsteypan

Umhverfishátíð í Norræna húsinu – Gerum heimilin grænni!

Helgina 7.-8. apríl verður boðið upp á fjölbreytta umhverfisdagskrá í Norræna húsinu fyrir gesti á öllum aldri. Markmiðið er að kynna einfaldar og skemmtilegar lausnir sem stuðla að umhverfisvænna og grænna heimili.

Meðal annars verður boðið upp á smiðjur, fyrirlestra, námskeið, kynningar, hönnunarsýningu og heimildarmyndir. Viðburðirnir eiga sameiginlegt að kynna leiðir til að nýta betur verðmætin allt í kringum okkur og draga úr sóun á ýmsum sviðum.

Heimili okkar – hús og garður – eru lítil vistkerfi þar sem við setjum reglurnar!

Helstu samstarfsaðilar eru: Garðyrkjufélag Íslands, Landvernd, Listaháskóli Íslands, Matís, Sorpa, Umhverfisstofnun og Vakandi. Norðurlönd í fókus taka þátt í að skipuleggja og kosta umhverfishátíðina.

Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0