Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður

Leiðsögn: Unnar Örn sýningarstjóri

Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður fer með gesti um sýninguna Teiknað fyrir þjóðina – Myndheimur Halldórs Péturssonar, sunnudaginn 14. mars kl. 14. Þetta er jafnframt síðasti sýningadagurinn í Myndasal.

Fáir hafa teiknað sig eins djúpt inni í hjarta þjóðarinnar og listamaðurinn Halldór Pétursson (1916-1977). Á blómatíma hans sem teygði sig yfir marga áratugi voru verk hans alltumlykjandi í íslensku samfélagi. Hann myndskreytti fjöldann allan af bókum, teiknaði forsíður vinsælla tímarita, vann frímerki og peningaseðla og teiknaði andlitsmyndir.

Sýningin er yfirlitssýning á verkum og þar eru sýndar teikningar, skissur og fullunnin verk hans frá barnæsku til æviloka. Í marga áratugi var handbragð Halldórs alltumlykjandi í íslensku samfélagi og hann telst einn ástsælasti teiknari þjóðarinnar.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu.

Þjóðminjasafni Íslands er heimilt að taka á móti 200 gestum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Við biðjum gesti að virða þær sóttvarnareglur sem eru í gildi.

 

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0