Svartmálmshljómsveitin NYIÞ

Fjölbreyttir viðburðir á Safnanótt í Listasafni Reykjavíkur

Föstudag 2. febrúar kl. 18–23.00

Ásmundarsafn – Kjarvalsstaðir – Hafnarhús

SAFNANÓTT 2018

Dagskrá í Ásmundarsafni

Kl. 17.00 Sýningaropnun – Innrás I, Guðmundur Thoroddsen. Guðmundur hefur undanfarin ár beint sjónum sínum á kómískan hátt að karlmennskunni og notað til þess meðal annars skúlptúra úr keramík og viði. 

Kl. 19.00 Leiðsögn um sýningarnar og höggmyndagarð (ef veður leyfir).

Kl. 20.00 Listamaðurinn Guðmundur Thoroddsen segir frá innrás sinni í sýninguna List fyrir fólkið

Kl. 21.00 Leiðsögn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur, sýningarstjóra um sýninguna List fyrir fólkið. Sýningin spannar allan feril Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. 

Dagskrá á Kjarvalsstöðum

Kl. 18-22 Skemmtilegir fjölskylduleikir tengdir sýningunum Myrkraverkog Líðandin  la durée.

Kl. 18-22 Fræðslufulltrúi Listasafns Reykjavíkur segir sýningargestum frá einstökum verkum á sýningum safnsins.

Kl. 18.30-20 Gestum boðið að skoða listaverkageymslur í kjallara safnsins – skráning á staðnum, takmarkaður aðgangur.

Kl. 18.30 Spennandi leiðsögn með vasaljósum um sýningunaMyrkraverk – fólk er hvatt til að koma með eigin vasaljós, einnig hægt að fá að láni.

Kl. 19.00 Leiðsögn Aldísar Arnardóttur, sýningarstjóra um sýningunaLíðandin – la durée. Á sýningunni eru mörg sjaldséð verk, einkum frá fyrri hluta starfsævi Jóhannesar Sveinssonar Kjarval.

Kl. 19.30 Spennandi leiðsögn með vasaljósum um sýningunaMyrkraverk – fólk er hvatt til að koma með eigin vasaljós, einnig hægt að fá að láni.

Kl. 20.00 Tónleikar með Tríói Reykjavíkur í Vestursal Kjarvalsstaða
Fagrir tónar kallast á við málverk Kjarvals á sýningunni Líðandinni. Hin frábæra söngkona Hallveig Rúnarsdóttir flytur glæsilegar aríur og létta tónlist við undirleik Guðnýjar Guðmundsdóttur og Richards Simms. Einstök upplifun tónlistar og myndlistar í erli Safnanætur. 

Kl. 21.00 Leiðsögn um sýninguna Líðandin  la durée  sýningu á verkum Kjarvals, þar sem má sjá fjölda sjaldséðra verka.

Kl. 22.00 Svartmálmshljómsveitin NYIÞ leikur fyrir gesti. Hljómsveitin er skipuð fjórum persónum sem koma fram nafnlausar og óþekkjanlegar í svörtum klæðum.

Dagskrá í Hafnarhúsi

Kl. 18-22 Skemmtilegur fjölskylduleikur tengdur sýningunni Stór-Ísland.

Kl. 18-22 Fræðslufulltrúi Listasafns Reykjavíkur ræðir við sýningargesti um einstök verk í safninu.

Kl. 18.30 Leiðsögn Fee Quay, sýningarstjóra um sýninguna Stór-Ísland, þar sem sjö listamenn af erlendum uppruna eiga ólík verk.

Kl. 19.30 Leiðsögn Fee Quay, sýningarstjóra um sýninguna Heildin er alltaf minni en hlutar hennar. Sýningin er fyrsta einkasýning Páls Hauks Björnssonar í opinberu safni.

Kl. 20-22 Lifandi flutningur Páls Hauks Björnssonar, listamanns í D-sal á sýningunni Heildin er alltaf minni en hlutar hennar.

Kl. 20.30 Leiðsögn um sýningu á verkum Errós – Því meira, því fegurra í A-sal.

Kl. 21-22.30 Gestum boðið að skoða listaverkageymslur safnsins, skráning á staðnum, takmarkaður aðgangur.

Kl. 21.30 Leiðsögn Markúsar Þórs Andréssonar, sýningarstjóra um sýninguna Í hlutarins eðli  skissa að íslenskri samtímalistasögu [1.0].Fjölbreytt verk samtímalistamanna úr safneign Listasafns Reykjavíkur.

ÓKEYPIS AÐGANGUR

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0