Arkitektastofan Zeppelin arkitektar var stofnuð árið 1997. Hún hefur hannað mikinn fjölda bygginga af öllum stærðum og gerðum. Til dæmis Sjálandsskóla í Garðabæ og sumarbústað við Þingvallavatn sem var tilnefndur til íslensku byggingarlistaverðlaunanna. Arkitektastofan hefur tekið þátt í mörgum opinberum samkeppnum unnið til verðlauna.

Frá árinu 2006 hafa Zeppelin arkitektar hannað og teiknað nær allar byggingar í þrívíddarforritum, stofan leggur áherslu á að vinna vel með húsbyggjanda út frá þörfum viðskiptavinarins og staðháttum.
Sífellt verður flóknara að byggja og húsbyggjendur þurfa að kunna skil á fjölmörgum atriðum er varða leyfisveitingar og hvernig val á verktökum fer fram og samskipti við þá. Zeppelin arkitektar aðstoða og leiðbeina viðskiptamönnum okkar í gegnum þennan frumskóg svo þeir átti sig betur á því sem við er að fást.
[embedyt] https://www.youtube.com/watch?v=ikwVxRRNaVc[/embedyt]