Snorri Ásmundsson & Högni Egilsson á KEX Hostel

Jólatónleikar með tveimur af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar 1. Desember

Nú er sá tími ársins sem blóðþrýstingurinn fer yfir heilbrigð mörk og við verðum vansvefta af streitu. KEX Hostel og Sæmundur í Sparifötunum gefur almenningi möguleika á að segja skilið við vanlíðan og njóta aðdraganda jóla í rólegheitunum í desember.snorri-hogni-landogsaga

Í tilefni þess að KEXMAS rennur í garð á fimmtudaginn 1. desember þá munu þeir Snorri Ásmundsson og Högni Egilsson blása til jólatónleika í Gym & Tonic. Snorri fagnaði nýverið 50 ára afmæli sínu og er hann langt frá því að slá slöku við í listsköpun sinni. Á listferli sínum hefur hann verið að vinna með forboðna hluti og afkima samfélagsins.

Högni Egilsson er margrómaður söngvari, hljóðfæraleikari og tónskáld sem hefur á ferli sínum samið og flutt tónlist undir eigin nafni og sömuleiðis með hljómsveitunum Hjaltalín, Gus Gus og Gluteus Maximus. Högni hefur einnig samið tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir og má þar nefna tónlist sem hann gerði fyrir The Royal Shakespeare Company, Engla Alheimsins í Þjóðleikhúsinu og kvikmyndina Days of Gray.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Ásmundsson í síma + (354) 6929526.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er frítt inn.

Á Sæmundi í Sparifötunum er boðið uppá eggjapúns, jólalega handverksbjóra, möndlur, tólgarkertaljós og margt fleira.

Jólamatseðilinn Sæmundar í Sparifötunum verður á sínum stað og við mælum með því að allir panti sér borð í síma 510 0066 eða sendið línu á [email protected].

Matseðill Sæmundar í Sparifötunum má finna hér:

https://www.kexhostel.is/saemundur-gastro-pub/menu