Söguganga um Viðey með Stefáni Pálssyni

Viðey þriðjudagur 9. júní 19:30

videy icelandic times 11393310_10152736429250771_6952485655691968355_oStefán Pálsson sagnfræðingur mun leiða stórskemmtilega sögugöngu um Viðey þriðjudagkvöldið 9. júní og ganga með gesti um vestureynna.

Vestari hluti Viðeyjar tengist einkum landbúnaði í eynni í gegnum tíðina, klaustur-haldi og ræktunartilraunum Skúla Magnússonar fógeta. En eyunni tengjast einnig sjóslys, útilistaverk og blóðugum bardögum siðaskiptaaldar. Sagan drýpur af hverju strái og óhætt að lofa lifandi og fróðlegri leiðsögn með Stefáni.

videyÁ þriðjudagskvöldum eru aukaferðir til Viðeyjar frá Skarfabakka  kl. 18:15 og 19:15.  Kaffihúsið í Viðeyjarstofu er opið þessi kvöld og upplagt að njóta kvöldverðar í eynni áður en leisögn byrjar.

Gangan hefst kl. 19:30 við Viðeyjarstofu en siglt verður heim kl. 21.00. Gjald í ferjuna fram og til baka er kr. 1100 fyrir fullorðna og kr. 550 fyrir börn 7–15 ára í fylgd full¬orð-inna. Frítt fyrir 6 ára og yngri.

Við minnum á að handahafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og í Viðeyjarstofu en handhafar Gestakorts Reykjavíkur sigla frítt.

Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin.

Tengiliður: Ágústa Rós Árnadóttir 820-1977