Frá sýningunni Kviksjá á Kjarvalsstöðum

Spennandi tímar á Listasafni Reykjavíkur

Það eru spennandi tímar framundan á Listasafni Reykjavíkur, bæði í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum sem fagna 50 ára afmæli þann 24.mars. Þann dag opnar Kviksjá, sýnarröð þar sem sýnd eru listaverk í safneign Listasafns Reykjavíkur. Þarna verður öllu tjaldað til, af völdum íslenskum verkum frá 20. öldinni. Þarna verða til sýnis um tvö hundruð listaverk í báðum sölum húsins. Í Austursalnum eru listaverk frá 1900 til 1973 þegar Kjarvalsstaðir voru vígðir. Í Vestursalnum verk frá árinu 1973 til tvö þúsund. Síðar á árinu, þann 6. júní verður síðan Kviksjá 21. aldar opnuð í Hafnarhúsi, en Kviksjá erlendar myndlistar í safneign Listasafns Reykjavíkur stendur nú yfir í Hafnarhúsi, til 7. maí. Icelandic Times / Land & Saga brá sér niður á Kjarvalsstaði, og skoðaði og myndaði Austursalinn, sem er að verða tilbúinn fyrir stóra daginn. Sýningastjórar eru Edda Halldórsdóttir, Markús Þór Andrésson og Ólöf K. Sigurðardóttir. 

Kjarvalsstaðir fagna 50 ára afmæli nú í mars
Kjarvalsverk á Kjarvalsstöðum á sýningunni Kviksjá
Frá sýningunni Kviksjá á Kjarva
Frá sýningunni Kviksjá á Kjarvalsstöðum
Frá sýningunni Kviksjá á Kjarvalsstöðum

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
13/03/2023 : A7C: FE 1.4/24mm GM

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0