Spjall um fornbréf

 Spjall um fornbréf í húsi Landnámssýningarinnar sunnudag 17. apríl kl. 14

Gudvardur_Mar
Guðvarður Már Gunnlaugsson

Guðvarður Már Gunnlaugsson rannsóknardósent fjallar um íslensk fornbréf, heimildir um bréfaskriftir á hámiðöldum, fjölda fornbréfa og elstu varðveittu bréfin. Guðvarður mun einnig segja frá fornbréfinu sem er hluti af sýningunni Landnámsögur – arfur í orðum, ástæðunni fyrir því að það var skrifað og — meira í gamni en í alvöru — velta vöngum yfir því hvort saga Reykjavíkur hefði orðið önnur ef umboðsmaður konungur hefði ekki keypt bréfið árið 1615.

Spjallið er hluti af fyrirlestrarröð sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stendur fyrir í samráði við Borgarsögusafn alla sunnudaga í apríl í tengslum við sýninguna Landnámssögur –arfur í orðum sem hýst er í húsi Landnámssýningarinnar í Aðalstræti 16. Sýningin segir sögur frá landnámi Íslands. Sögur sem hafa lifað með þjóðinni í árhundruð og varðveittar eru í handritum sem eiga rætur að rekja aftur til 12. aldar. Einstakt menningarlegt gildi íslensku handritanna er viðurkennt á alþjóðavísu og er handritasafn Árna Magnússonar á heimsminjaskrá UNESCO.

Fræðimennirnir mæta á sunnudögum kl. 14 og ausa af brunni visku sinnar í um 20 mínútur í senn. Gestum gefst kostur á að varpa fram spurningum um efni fyrirlestrarins.

Þessi dagskrá fer fram á íslensku.

Frítt er inn á handritasýninguna Landnámssögur – arfur í orðum á meðan spjallinu stendur.

Kær kveðja,

Guðrún Helga Stefánsdóttir
Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála
S: 411-6343 / 899-6077
[email protected]

Sýningarstaðir Borgarsögusafns eru:
Árbæjarsafn, Landnámssýningin Aðalstræti,
Ljósmyndasafn Reykjavíkur Grófarhúsi,
Sjóminjasafnið í Reykjavík Grandagarði auk Viðeyjar.