Stuð = Rafmagn

Íslendingar og Norðmenn eru heimsmeistarar í að kaupa rafmagnsbíla. Hlutfallið á heimsvísu er einn af hverjum fimm í dag. Aukning um mörg hundruð prósent á tveimur árum.  Kínversk merki, sem við þekkjum ekki eru allsráðandi á heimsvísu. Hér og í Noregi er hlutfallið miklu hærra, meira en þrír af hverjum fjórum bílum sem seljast hér og í Noregi rafknúnir, fáir frá Kína.
Tesla er nú mest seldi bílinn á Íslandi. Tesla sló reyndar Íslandsmet um daginn á þegar þeir seldu fleiri bifreiðir af einni gerð, Tesla 3, á aðeins hálfu ári en hefur verið gert áður á ári. Bættu met Toyota Corolla frá 1988, þegar rétt rúmlega 1100 Corollur seldust á því ári. Nú eru blikur á lofti. Rafmagnsbílar hafa notið mikils stuðnings frá ríkisvaldinu. Engin vörugjöld og virðisauki (yfir vissa háa upphæð). Um áramótin mun það breytast. Virðisaukaskattur leggst á þessar bifreiðar, auk samkvæmt tillögum fjármálaráðherra Bjarna Benediktssonar, leggst 6 króna skattur á hvern ekinn kílómetra.
Rafmagnsbílar eiga og þurfa að borga fyrir vegi og vegaframkvæmdir. Enda sanngjarnt, því hátt gjald hefur verið lagt á jarðefnaeldsneytisbíla í formi skatts á eldsneyti til að vegamála. Ekkert á rafmagnsbíla. Auðvitað þurfa allir að taka þátt í að byggja upp gott og öruggt vegakerfi fyrir alla, ferðamenn, rafbílaeigendur, og okkur hina, sem keyrum um á dísel eða bensíni. Því þrátt fyrir allt, þegar allir þættir eru teknir saman, framleiðsla, líftími, efni og rafhlöður, er rafmagnsbílinn umhverfisvænstur fyrir þá sem keyra lítið, eiga bílinn lengi. Díselbíll er næst bestur, sérstaklega fyrir þá sem aka mikið og langt. Munar ótrúlega litlu á kolefnissporinu, þegar horft er á alla heildarmyndina, frá framleiðslu til förgunar.

Rafmagn í boði, í Fossvogi

Má bjóða þér bensín eða dísel?

Umferð, á rafmagni, dísel og bensíni í Kópavogi

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 04/10/2023 – A7C : FE 1.8/20mm G