Þjóðgarðarnir þrír

Það eru þrír þjóðgarðar á Íslandi, á Þingvöllum stofnaður 1930, Vatnajökulsþjóðgarður sá langstærsti og stofnaður 2008, en elsti hluti hans, Skaftafell var friðað árið 1967. Síðan Snæfellsjökull frá árinu 2001. Þjóðgarðarnir eru samtals um 14% af flatarmáli Íslands. Tillaga liggur fyrir Alþingi um að stækka Vatnajökulsþjóðgarð og setja stóran hluta af miðhálendinu inn í þjóðgarðinn, þá yrði um einn þriðji landsins friðaður ef þau plön ganga eftir. Upphaf skipulegrar náttúruverndar má rekja til stofnunar Yellowstone-þjóðgarðsins í Bandaríkjunum árið 1872. Með tilkomu hans, festist í sessi hugmyndin um þjóðgarð, friðað landsvæði, griðastaður þeirra sem vilja fræðast um náttúruna og njóta hennar.  Vatnajökulsþjóðgarðurinn er sá næst stærsti í Evrópu, en Yugyd Va (Komi) í Úralfjöllum Rússlands er sá stærsti. Stærsti þjóðgarður í heimi er Norðaustur-Grænlands þjóðgarðurinn, nærri tíu sinnum stærri en Ísland og er hann tæpir milljón ferkílómetrar að stærð. Það eru tvær aðrir þjóðgarðar í heiminum stærri en flatarmál Íslands, Great Barrier Reef þjóðgarðurinn í Ástralíu og Limpopo þjóðgarðurinn í Mozanbique. Minnsti þjóðgarður í heimi er Moyenne Island National Park í Seychelles eyjaklasanum, 0.099 ferkílómetra stór.

Ásbyrgi í Öxarfirði, Vatnajökulsþjóðgarði
Snæfellsjökull
Frá Þingvöllum
Hvannadalshnjúkur, 2110 metra hár, hæsti tindur Íslands í Öræfajökli, Vatnajökulsþjóðgarði

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Ísland 13/12/2023 –  A7C : FE 1.8/20mm G